Flýtilyklar
Heilkorna flatkökur 4 í pk
Næringargildi í 100g
Orka (kJ) | 708 |
Orka (kkal) | 168 |
Fita (g) | 2,5 |
- þar af mettuð fita (g) | 0,3 |
Kolvetni (g) | 28 |
- þar af sykurtegundir (g) | 0,7 |
Trefjar (g) | 6,0 |
Prótein (g) | 5,4 |
Salt (g) | 1,2 |
Aðeins 55 kcal | Enginn viðbættur sykur |
Ekkert ger |
Vara er ekki til sölu
Lýsing
Heilkorna flatkökur eru hollur og góður kostur fyrir þá sem huga að heilsunni. Heilkorna flatkökurnar innihalda einungis 55kcal per stk og er því frábært millimál. Flatkökurnar innihalda ekkert ger, engan viðbættan sykur og lítið af salti.
Innihald
Vatn, heilmalað hveiti, hveiti, rúgsigtimjöl, haframjöl, repjuolía, salt, kartöfluduft, ertutrefjar, mjölmeðhöndlunarefni (E300), lyftiefni (E339, E500), bindiefni (E401, E440), rotvarnarefni (E282). Gæti innihaldið snefil af sesam.
Ofnæmisvaldar
Glúten (hveiti, rúgmjöl, haframjöl). Gæti innihaldið snefil af sesam.
Þyngd
1 pk 130 g (4 stk)
Aðrar upplýsingar
Geymsluþol
Heilkorna flatkökur geymast við stofuhita í fimm daga frá framleiðslu. Einnig má frysta þær til að varðveita gæðin, en við mælum með að geyma þær ekki lengur en mánuð í frysti.
Skráargatið
Skráargatið er merking sem er að finna á umbúðum matvara. Það auðveldar hollara val því matvörur sem bera merkið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna:
- Minni og hollari fita
- Minni sykur
- Minna salt
- Meira af trefjum og heilkorni
Hver stendur á bak við Skráargatið?
Norræn stjórnvöld standa á bak við Skráargatið, það er því opinbert samnorrænt merki.
Á Ísland standa Matvælastofnun og Embætti landlæknis á bak við Skráargatið. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sjá um að farið sé eftir reglum um notkun merkisins.