Saga Gæðabaksturs

 

Gæðabakstur á rætur að rekja til ársins 1952.

Gömul mynd úr framleiðslu - Snúa kleinum

Gæðabakstur var stofnað 1993 sem sameignarfélag af Vilhjálmi Þorlákssyni sem er enn þann dag í dag framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Vilhjálmur byrjaði að framleiða kleinur og ameríska kleinuhringi. Hann sá þá um bæði baksturinn og útkeyrslu á vörunum, og þá vinnudagarnir sumir hverjir mjög langir. Í byrjun var framleiðslan í 68 m2 húsnæði. Þegar vinsældir varanna fór að aukast bætti hann við starfsmönnum og eftir það fóru hjólin að snúast og framleiðslan jókst hratt. Gæðabakstri var síðan breytt í einkahlutafélag árið 1995.

 

Árið 2000 komu erlendir fjárfestar að fyrirtækinu. 

Mynd af brauði frá gæðabakstriVöruúrvalið jókst smátt og smátt eftir því sem árin liðu og fyrirtæki í skyldum rekstri eins og t.d. Ömmubakstur sameinaðist Gæðabakstri.

Árið 2010 sameinaði fyrirtækið starfsemi sína að Lynghálsi 7 í Reykjavík, þar sem öll framleiðslan fer fram.

Í dag sem fyrr er lögð rík áhersla á 100% gæði framleiðslunnar, ströngustu kröfum um hreinlæti er fylgt og einungis notað fyrsta flokks hráefni. Þetta kunna viðskiptavinir Gæðabaksturs að meta og sannast það á vinsældum framleiðslunnar allt frá fyrsta degi.

 

Dæmi um fyrirtæki sem sameinast hafa Gæðabakstri

Breidholtsbakarí logo vörumerki

2006 Breiðholtsbakarí 
Stofnað 1971 af Vigfúsi Björnssyni og Guðmundi Hlyni Guðmundssyni ásamt fjölskyldum þeirra. Fyrirtækið var með þeim öflugustu á sínum tíma, seldi framleiðslu sína í verslanir og veitingastaði, þar var lagður mikill metnaður í framleiðsluna og árið 2006 keypti Gæðabakstur ehf nafnið og tæki til framleiðslu á heildsölumarkaði og selur vörur undir því merki í dag.

  

Ömmubakstur vörumerkið (logo)2008 Ömmubakstur
Vestmannaeyingarnir Friðrik Haraldsson bakarameistari og Steina Margrét Finnsdóttir, eiginkona hans, fluttu í Kópavog 1952 og stofnuðu Bakarí Friðriks Haraldssonar. Ömmubakstur var vörumerki þeirra með áherslu á framleiðslu á flatkökum, kleinum, kleinuhringjum og laufabrauði. Baksturinn hófst í eldhúsinu heima hjá þeim á Þinghólsbraut í Kópavogi og dreifingin í verslanir var jafnframt á þeirra höndum. Brauðmetinu var strax mjög vel tekið, fyrirtækið stækkaði í takt við aukna sölu, 1975 færðist reksturinn í stærra húsnæði á Kársnesbraut og þegar bakaríið sameinaðist Gæðabakstri 2008 var fyrirtækið í fararbroddi á sínu sviði. 

 

2012 Ragnarsbakarí
Ragnar Eðvaldsson og Ásdís Þorsteinsdóttir stofnuðu Ragnarsbakarí Keflavík árið 1964. Þau hjónin stofnuðu síðar Árbak utan um framleiðsluna sem þau höfðu þróað og markaðssett, s.s. Rúllutertubrauð, tertubotna o.fl. 

 

Ekta vörur logo, Bananabrauð, Döðlubrauð, soðið brauð, Ástarpungar   2013 Ekta brauð
   Soðbrauð, ástarpungar, laufabrauð, döðlubrauð og bananabrauð

 

 

 

Kristjánsbakarí 2015 

Gæðabakst­ur festi kaup á  á Brauðgerð Kr. Jóns­son­ar & Co ehf. (Kristjáns­bakarí) á Ak­ur­eyri árið 2015. Kristjánsbakarí var stofnað ári 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Verslanir þess eru í Hrísalundi (þar sem framleiðsla fer fram) og Hafnarstræti. 

  

Framúrskarandi fyrirtæki

 Við erum afar stolt af því að Gæðabakstur er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2012-2021 og er á meðal 2% fyrirtækja sem standast þær kröfur. Starfsfólk fyrirtækisins á allan heiður af þessari viðurkenningu og við munum halda áfram að styðja við bakið á okkar góða fólki. 

 

 

 

Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is