Stefna

Hlutverk

Hnoða deig í gæðabakstriHlutverk Gæðabaksturs er að styðja við fyrirtækjarekstur viðskiptavina sinna og bjóða gæða vörur og framúrskarandi þjónustu á ferskum kornvörum. 

Fyrirtækjarekstur viðskiptavina: Styðja við fyrirtækjarekstur viðskiptavina sem selja og eða nota kornvörur og þjónusta þá á markvissan hátt til þess að mæta þörfum þeirra með trausti, áreiðanleika og sveigjanleiki. 

Framúrskarandi þjónusta: Gæðabakstur leitast eftir því að þjónusta viðskiptavini sína eftir bestu getu og aðgreinir sig á markaðnum með áreiðanleika og sveigjanleika í starfseminni sinni. Starfsmenn okkar veita persónulega og sérhæfða þjónustu fyrir ólíkar þarfir viðskiptavina okkar.

Gæða vörur: Með hágæða hráefnum framleiðir Gæðabakstur hágæða kornvörur fyrir viðskiptavini og leitast við að fullnægja gæðakröfum neytenda. Gæðastaðlar um hreinlæti, pakkningar, framleiðslu og fleira tryggir hagkvæma framleiðslu og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn. 

Gildi

Gildi Gæðabaksturs eru Traust, Fagmennska, Virðing og Áreiðanleiki

  • Mikilvægt er að Gæðabakstur haldi trausti viðskiptavina sinna og að traust ríki milli starfsmanna.

  • Ástundun faglegra vinnubragða.

  • Berum virðingu fyrir öllum sem eiga í viðskiptum við Gæðabakstur og við hvort annað.

  • Verum áreiðanleg í okkar verkum.  

Gæðastefna

Ostaslaufur framleitt af gæðabakstri og ömmubakstri

Stefna Gæðabaksturs er að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Í fyrirtækinu er unnið eftir BRC – British retail consortium sem er strangur gæðastaðall fyrir matvæli. Lagt er mikið upp úr því að allir starfsmenn fái þjálfun og fræðslu við sitt hæfi, ásamt fræðslu um gæðakerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið mun uppfylla allar opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni.

Lög um matvæli (nr. 93/1995) og Reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu (nr. 103/2010) frá Alþingi er fylgt og haft til stuðnings við gæðaeftirlit.

Gæðakerfi

100% Gæði er okkar markmið.

Gæðabakstur – Ömmubakstur er með virkt gæðakerfi í fyrirtækinu þar sem gæði og öryggi varanna er haft í fyrirrúmi.

Fyrirtækið fylgir staðli sem nefnist BRC – British retail consortium með sértaka áherslu á upplýsingar um ofnmæmis- og óþolsvalda. Kerfinu er haldið við daglega og endurskoða reglulega.

HACCP hættugreiningar kerfi

„HACCP er skammstöfun á Hazard Analysis and Critical Control Points er hefur verið útlögð sem Greining hættu og mikilvægra stýristaða. Önnur skammstöfun GÁMES, Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða, hefur einnig verið notuð.

Megin markmið innra eftirlits er að tryggja öryggi, gæði og hollustu matvæla. Innra eftirlit er nauðsynlegur hluti af stjórnkerfi hvers fyrirtækis er annast framleiðslu eða dreifingu matvæla. Með því er kerfisbundið verið að einfalda alla vinnuferla og fyrirbyggja óhöpp sem rýrt geta gæð, öryggi og hollustu matvæla, hvort sem er í dreifingar eða framleiðsluferlinum. Með virku HACCP eftirlitskerfi eru þeir staðir sem mestu máli skipta varðandi framleiðslu eða dreifingu skilgreindir (MES-mikilvægir eftirlitstaðir) auk þess sem nauðsynlegt eftirlit og rétt viðbrögð við frávikum eru skilgreind. Segja má að innra eftirlitskerfi sé nokkurskonar framlenging á góðum framleiðsluháttum (GFH eða GMP good manufacturing practice), sem er á ábyrgð hvers framleiðanda að sé fylgt. Það er að segja, kerfið byggir á skráningu ýmissa mælanlegra breyta sem koma fyrir í framleiðsluferlinum (sbr. hitastig o.fl.). Skráningar veita upplýsingar sem síðan nýtast við ferilstýringu.“ 

Heimild: Heimasíða Matís(http://fraedsluvefur.rf.is/Undirflokkur/gaedi/haccp/) sótt þann 27. maí 2014.

Innra eftirlit gæðabaksturs og ömmubaksturs

Fyrirtækið hefur og viðheldur skilgreindu plani varðandi vörur og ferla, HACCP kerfi þar sem flæðirit, lýsingar og hættugreiningar eru til fyrir hverja vöru sem framleidd er og er í stöðugri endurnýjun. Tryggt er að hættugreining sé til fyrir allar framleiðsluvörur og notaðar eru nýjustu kröfur og upplýsingar varðandi framleiðsluferilinn.

Umfang HACCP kerfisins er frá móttöku hráefna til dreifingar varanna og er virkt innra eftirlit. Tekið er á líffræðilegum (biological), efnafræðilegum (chemical) og líkamlegum (physical) hættum í hverju skrefi framleiðslunnar og flæðirit eru til fyrir hvern vöruflokk, ásamt ítarlegri vörulýsingu sem inniheldur allar viðeigandi upplýsingar um öryggi vörunnar.

Í fyrirtækinu er starfandi HACCP hópur sem jafnframt er gæðaráð fyrirtækisins sem kemur saman a.m.k. 4 sinnum á ári og alltaf þegar breytingar eru gerðar á framleiðslunni eða kröfur til framleiðslunnar breytast.

Meðal verkefna HACCP hóps.

  • Setja fyrirtækinu mælanleg gæðamarkmið og hafa umsjón með öryggi matvælanna sem taka mið af gæðastaðli
  • Rýna gæðakerfið a.m.k árlega og fylgja eftir innri úttektum og sjá til að þær séu gerðar
  • Endurskoða reglulega flæðirit og hættugreiningu, m.a. alltaf þegar einhverjar breytingar verða á vinnslu eða kröfum til fyrirtækisins.
  • Fara reglulega yfir fyrirbyggjandi aðgerðir í fyrritækinu s.s. þörf fyrir fræðslu starfsmanna, þrif og þrifaáætlanir, viðhaldsmál o.fl.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Í fyrirtækinu eru virkar fyrirbyggjandi aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að umhverfið sé sem hentugast til að framleiða örugga, heilbrigða og löglega vöru. Þessar aðgerðir eru einnig grunnur að góðu HACCP kerfi. Allar þessar aðgerðir hafa eftirlit og stjórnun og eru einnig skráðar niður í gæðabókhaldið. Þær eru einnig hafðar til hliðsjónar við þróun og rýni á HACCP kerfinu.

Eftirfarandi fyrirbyggjandi aðgerðir eru til staðar í fyrirtækinu:

  • Þrifa- og sótthreinsiaðgerðir
  • Umgengnis- og vinnureglur
  • Reglur um heilbrigði og hreinlæti starfsmanna, verktaka og gesta ásamt eftirliti með heilsufariHACCP sem er fyrirbyggjandi staðall
  • Gler-, plast- og tré vinnureglur ásamt eftirliti
  • Meindýravarnir
  • Prófun á vogum og hitamælum
  • Efirlit með kjarnhitastigi, geymsluþoli og feiti í djúpsteikingarpottum
  • Viðhaldsáætlanir og úrbótaáætlanir
  • Þjálfunaráætlun starfmanna
  • Eftirlit með innkaupum og birgjum
  • Móttökueftirlit hráefna og umbúða
  • Vinnureglur varðandi ofnæmisvalda, eftirlit og stjórnun þeirra ásamt ferli til að koma í veg fyrir krossmengun
  • Rekjanleiki allra hráefna og vara
  • Viðbragðáætlun og áætlun um innköllun vara
  • Innri úttektir
  • Eftirlit með neysluvatni, þrifum, geymsluþoli, ofnæmisvökum o.fl. með hjálp Sýni ehf sem er faggild rannsóknarstofa og tekur öll sýni innan fyrirtækisins og greinir þau.

Kvartanir og ábendingar

Hjá Gæðabakstri er virkt kerfi til staðar þar sem allar kvartanir og ábendingar eru skráðar og flokkaðar. Hvert tilfelli er metið og grunnorsök vandans skoðuð. Þá er einnig metið hvort ástæða sé til sérstakra aðgerða og HACCP hópur kallaður til ef þurfa þykir. Kvartanir og ábendingar eru ávallt notaðar til að innleiða úrbætur á öryggi, lögmæti og gæðum varanna okkar. Við erum ávallt fegin þegar við fáum ábendingar og hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur ef ástæða er til. Öll tilfelli eru skoðuð og metin og við höfum samband tilbaka innan tveggja virka daga.

Jafnréttisstefna  

Á grundvelli gildandi jafnréttislaga hefur Gæðabakstur ehf. sett sér svohljóðandi jafnréttisstefnu sem nær til alls starfsfólks fyrirtækisins.

Jafnrétti er órjúfanlegur hluti af jafnlauna- og mannauðsstefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur áherslu á að starfsfólk njóti jafnréttis og er hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis, aldurs, uppruna, trúarbragða, starfssviðs, skoðana eða stöðu með öllu óheimil.

Megináherslur í jafnréttismálum eru eftirfarandi:

  • Gæðabakstur greiðir jöfn laun og kjör fyrir jafn verðmæt störf.
  • Allir eiga jafna möguleika til starfa og starfsþróunar hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri.
  • Gæðabakstur leggur sig fram við að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Hjá Gæðabakstri er kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin.


Áhersla er lögð á að allt starfsfólk sé upplýst um jafnréttisstefnu fyrirtækisins svo að starfsmannahópurinn í heild vinni í anda hennar.

 (Útg. 23.01.2023 - Gildistími 17.12.2022 - 17.12.2025)

Jafnlaunastefna  

Jafnlaunastefna Gæðabaksturs nær til alls starfsfólks og er ætlað að tryggja starfsfólki þau réttindi sem 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 tiltekur.

Gæðabakstur greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa. Við launsetningu er litið til þeirra krafna og hæfni sem starfið krefst, menntunar og reynslu sem þarf í starfið, ábyrgðar, álags, mannaforráða og samskiptafærni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Jafnlaunastefna er hluti af jafnréttisáætlun Gæðabaksturs þar sem sérstaklega eru settar fram aðgerðir til að tryggja launajafnrétti.  Markmiðið er ávallt að greiða jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og að allt starfsfólk Gæðabaksturs njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Jafnlaunakerfið tryggir stöðugar umbætur.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu Gæðabaksturs skuldbinda stjórnendur sig til að:

  • Viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun umfram 4% vikmörk með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Árlega skal fara fram innri úttekt og rýni stjórnenda.
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af stjórnendum að þeim sé hlítt.
  • Kynna árlega niðurstöður launagreininga og jafnlaunastefnu fyrir starfsmönnum. Stefnan skal einnig vera aðgengileg á ytri vef fyrirtækisins.

 (Útg. 23.01.2023 - Gildistími 17.12.2022 - 17.12.2025)

Framtíðarsýn

Gæðabakstur verði fyrsti kostur neytenda og fyrirtækja á ferskum kornvörum og haldi áfram að vaxa og styrkjast með því að bjóða upp á bestu gæðin og sveigjanlega þjónustu. 

 

Svæði

Gæðabakstur \ Ömmubakstur ehf.

Lynghálsi 7 \ 110 Reykjavík | Sími: 545 7000 \ Neyðarnúmer: 858 0310 \ kt: 550595-2499 \ Vsk.nr. 49516 | gaedabakstur@gaedabakstur.is