Verð, skattar og gjöld
Öll verð eru með 11% virðisaukaskatti. Gæðabakstur ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Á kreditkortayfirliti þínu mun standa Gæðabakstur ehf.
Sendingarkostnaður
Það er enginn sendingarkostnaður innan höfuðborgarsvæðisins ef verslað er fyrir 6000 kr. eða meira í vefverslun Gæðabaksturs. Ef verslað er fyrir minna en 6000 kr. er sendingarkostnaður 2500 kr.
Afhending vöru
Þær vörur sem þú pantar af vefnum eru sendar til þín í gegnum dreifikerfi Gæðabaksturs. Þegar gengið er frá pöntun sendum við vörurnar út á þeim degi sem óskað er eftir í pöntuninni. Pöntun þarf að berast fyrir kl 22:00 daginn fyrir afhendingartíma.
Vöruskil á ógallaðri vöru
Enginn skil eru við kaup á vöru sem er ógölluð. Eðli málsins er að ferskar vörur duga að jafnaði í einn dag og því ekki hægt að skila ef vara er ógölluð.
Ábyrgð
Varan er seld með þeim fyrirvara að ábyrgð er tekin á framleiðslugalla sem kemur í ljós eftir að varan er keypt, miðað við eðlilega notkun. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til okkar, nema um annað hafi verið samið.
Takmörkun á ábyrgð
Ábyrgð fellur úr gildi ef:
1. Varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati starfsfólks Gæðabakstur ehf. eða skemmst í flutningum.
2. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður. Ábyrgð er ekki tekin á eðlilegu sliti vörunnar.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Eignarréttarfyrirvari
Hið selda er eign seljanda þar til varan er að fullu greidd og greiðsla borist. Verslunarskilmálar þessir hjá Gæðabakstur ehf. tóku gildi 1. febrúar 2016. Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.