Forskotið liggur í gæðum
Gæðabakstur/Ömmubakstur er leiðandi fyrirtæki í brauðgerð á Íslandi s.s. ýmsum gerðum af brauðum, rúgbrauðum, flatkökum, kökum ofl. fyrir neytendur, hótel, veitingastaði, mötuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Okkar forskot liggur fyrst og fremst í
- Gæðum
- Fyrsta flokks hráefnum
- Sveigjanleika
- Áreiðanleika
- Trausti
- Ströngum gæðastöðlum
Hjá okkur starfa reyndir bakarar sem leggja allt í sölurnar í að uppfylla séróskir viðskiptavina okkar enda eru þarfir þeirra oft mismunandi. Við kappkostum við að koma til móts við þarfir hvers og eins með því að bjóða þeim upp á sveigjanleika og áreiðanleika í þjónustu okkar. Þetta kunna viðskiptavinir okkar vel að meta og sannast það á vinsældum framleiðslunnar allt frá fyrsta degi.
Við framleiðum:
- Flatkökur
- Kleinur
- Kleinuhringi
- Rúgbrauð
- Allsskyns matbrauð
- Formbrauð
- Pylsubrauð og Hamborgarabrauð
- Smábrauð
- Formkökur
- Vínarbrauð og Snúða
- Laufarbrauð á jólunum
Ásamt fjölda annarra framleiðsluvara í hæsta gæðaflokki (sjá nánar á heimasíðu undir Vörur).
Framúrskarandi fyrirtæki
Hjá okkur starfa um 150 starfsmenn bæði að degi til og á næturna. Við framleiðum mikið að nóttu til vegna þess að við viljum vera viss um að varan skili sér til þín á eins ferskan máta og kostur gefst.
Hjá okkur er skýr starfsmannastefna því að starfsfólk okkar er afar mikilvægt í öllum aðgerðum fyrirtækisins og er grunnurinn að árangri Gæðabaksturs. Það er því starfsfólkinu okkar að þakka að Gæðabakstur er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi (2012-2023) og er á meðal 2% fyrirtækja sem standast þær kröfur.